18 ágúst 2007

Reykjarvíkurmaraþon.

Jæja, þá rann stundin upp í dag. Við erum búin að vera að æfa fyrir reykjarvíkurmaraþonið frá því í lok mars.

Takmark okkar var að hlaupa þessa 10 km undir 55 mínútum. Takmark okkar tókst og hlupum við á 53:37.

Það var erfitt að komast af stað , þar sem að við vorum fyrir miðju og fullt af fólki fyrir framan okkur.

Það tók okkur um 2 mín að komast af stað og fóru fyrstu 2 - 3 km að ná almennilegum hraða sem við vildum hlaupa á.

Þetta var bara eins og hvert annað 10 km hlaup sem við höfum verið að hlaupa í sumar. Reyndar vorum við svolítið stressuð þegar að var verið að telja niður í hlaupið en það hvarf fljótlega og hlupum við bara fyrir okkur og tókst það bara bærilega.

20 júní 2007

Ég fara í vinnuna og í leikfimi

Við vorum upp í rúmi að fara að sofa og var ég að lesa fyrir KÓS. Þá segir hann allt í einu. Pabbi þú ferð í grænatún á morgun. Ég ætla að fara að vinna og svo ætla ég að fara í leikfimi og svo þegar að ég kem heim og ætla að leita að þér undir sænginni þá ert þú bara týndur. Þá ert þú bara enn í grænatúni. Þar komst upp um pabbann hvað hann gerir á daginn meðan að hann er í leikskólanum.

19 júní 2007

Nýja græjan prófuð

Við fórum út að hlaupa í dag og prófuðum nýju græjuna sem að systir var að fá sér. Hún sýndi hraða og hjartslátt og einnig leiðina sem að við hlupum.

Hlaup dagsins: Breiðholt kópavogur 6,01 km á 45 mín.

17 júní 2007

17. júní

Í tilefni þjóðhátíðardagsins þá fórum við niður í bæ og kíktum á fornbílana. Þetta var um 15:00 og kíktum við aðeins á arnarhól, en þar var skemmtun í gangi. Listamaðurnn sem að var á sviðinu var einhver stelpa að syngja lög fyrir yngstu kynslóðina, sem að ég veit ekki hver var. Krstófer Óli virtust ekkert serstaklega spenntur þannig að við ákváðum að stoppa stutt við og fórum því í kaffi til Þuríðar frænku í garðabæinn.

Kristófer Óli var aðallega spenntur fyrir því að fá að fara í gamla jeppann með afa sínum. Hann var voðalega stolltur yfir því að fá að sitja við hliðiná afa sínum, og sérstaklega að fá að sitja í báðar leiðir. Hann var víst búinn að bíða eftir þessu frá því á laugardeginum. Hann passaði því vel upp á það að afi sinn færi ekki á undan sér.

Dúkkubúðin er lokuð en ekki dótabúðin

Magga systir var að stríða Kristófer Óla á því að mamma hans ætlaði bara að kaupa brúna dúkku með brúnt hár og brún augu og engan bíl. "Nei" sagði Kristófer Óli, "hún ætlar að kaupa brúnan bíl"svona þrættu þau fram og til baka í smá stund. Á leiðinni heim þá heyrðist úr aftursætinu, " Dúkkubúðin er lokuð en ekki dótabúðin, mamma ætlar að kaupa brúnan bíl handa mér".

13 júní 2007

Skraf og ráðagerðir

Við hlupum árbæjarleiðina okkar öfugt og var það frekar skrítið að hlaupa leiðina sem að maður er vanur að hlaupa rétt, að hlaupa hana öfugt ef hægt er að tala um að hlaupa eitthvað rétt.

Systir var voða spennt yfir því að fá nýja úrið sitt sem er garmin forerunner 305, og er mjög gott fyrir þá sem að hlaupa og hjóla mikið. Læt linkinn fyrir úrið fylgja með svo að fólk átti sig á því hvers konar undratæki er hér á ferð.

Hlaup dagsins : 8,5 km á 50 mín.

11 júní 2007

Sunnudagsferð til Flekkuvíkur

Fjölskyldan ákvað að nota góða veðrið í dag og fórum við í smá bíltúr og skoðuðum við golfvöllinn við vatnleysuströnd og kíktum aðeins í vogana.

Fórum svo og skoðuðum eyðibýli við flekkuvík. Byrjuðum að ganga í mosanum og hrauninu og var það frekar erfitt þar sem að ég var með einkasoninn á bakinu í göngubakpoka. Þetta reyndi frekar mikið á fæturna þá aðallega mjaðmirnar, en ég fekk verki þar þegar að ég gekk.


Soðuðum eyðibýlið og ströndina og fengum okkur að borða við ströndina áður en við lögðum af stað til baka.

Einkasyninum lá svo mikið á hjarta að hann talaði á fullu alla leiðina fram og til baka.

Fórum svo heim eftir um tvo tíma eftir vel heppnaðan dag.

10 júní 2007

Árbær lengri leið

Hlupum upp í árbæ og þegar við komum svo til baka ákváðum við að lengja hringinn aðeins þannig að úr varð 9,5 km hringur.

Hlaup dagsins : Árbær 9,5 km á 54 mín.